Tindastólsmenn vekja athygli á því á heimasíðu sinni í dag að Tindastóll og Njarðvík drógust saman í bikarkeppninni í 5 af 6 flokkum sem Tindastóll sendir til keppni í bikarnum. Eina undantekningin er 9. flokkur karla hjá Stólunum sem mætir Blikum en eins og öllum er kunnugt leika þeir einnig í grænu líkt og Njarðvíkingar. Í gær drógust meistaraflokkar félaganna saman í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins.
Skemmtilegan pistil um málið má lesa með því að smella hér