spot_img
HomeFréttirSteinar Kaldal í pásu

Steinar Kaldal í pásu

dSteinar Kaldal, fyrirliði körfuboltaliðs KR síðustu þrjú tímabil, hefur ákveðið að taka sér frí frá spilamennsku í vetur vegna anna. Hann hefur þó ekki sagt skilið við boltann og stefnir á að koma tvíefldur til baka síðar, auk þess sem hann mun að einhverju leyti sinna öðrum hliðum boltans í vetur.

„Ég mun að öllum líkindum þjálfa kvennalið Ármanns/Þróttar. Í liðinu eru stelpur sem vilja fyrst og fremst hafa gaman af þessu og vantar einhvern til að halda utan um þetta fyrir þær. Svo verð ég vitanlega áfram skráður í KR og verð í kringum liðið í vetur. Ég mun sitja á bekknum í leikjum og kíkja á nokkrar æfingar.“
Steinar segir ákvörðunina hafa verið erfiða. „Ég sá fram á að sinna engu öðru en vinnunni og körfuboltanum alla daga og það varð eitthvað að víkja. Ég hef alltaf verið í boltanum af lífi og sál og fann þegar við byrjuðum að æfa í sumar að ég var ekki nógu vel stemmdur. Þá ákvað ég að ég að það væri best að hvíla sig og finna aftur hungrið,“ sagði Steinar, sem hefur verið í körfuboltadeild KR undanfarin sautján ár. „Lengur en nokkur leikmaður, stjórnarmaður eða þjálfari,“ sagði hann í léttum dúr.
Steinar segir þó spennandi tímabil fram undan hjá KR-ingum en nýr þjálfari er tekinn við liðinu, Benedikt Guðmundsson, sem síðast þjálfaði lið Fjölnis. „Það ríkja miklar væntingar hjá strákunum fyrir tímabilið og vona ég að menn nái að lyfta dollunni í vor þó að það verði einhver annar en ég. Ég hef mikla trú á Benna og tel að liðið muni gera góða hluti undir hans stjórn.“-

 

Frétt af www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -