Hægt verður að horfa á fjölda leikja í beinni netútsendingu hjá Sport TV frá úrslitakeppninni í Domino´s deild kvenna. Fyrsti leikurinn verður sýndur í kvöld þegar Keflavík og Valur mætast í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ. Sport TV mun svo sýna annan leikinn í rimmu Snæfells og KR sem fram fer 6. apríl í DHL Höllinni í Reykjavík.
Sport TV mun einnig sýna frá leikjum 3, 4 og 5 í Domino´s deild kvenna, þ.e. í undanúrlsitum en hafa ekki tekið ákvörðun um hvaða leikir það verða. Þá verður öll úrslitaserían í kvennaflokki í beinni útsendingu á Sport TV.
Mynd úr safni/ Liðsmenn Sport TV í ,,action”