Sóllilja Bjarnadóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir hafa báðar samið við Breiðablik um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna.
Isabella Ósk er að koma aftur inn á fullu eftir meiðsli sem hún varð fyrir seint á árinu 2018. Fyrir meiðslin var Isabella framlagshæsti íslenski leikmaðurinn í Domino´s deildinni og í landsliðshóp.
Sóllilja er að koma til Breiðabliks frá KR þar sem hún lék á síðasta tímabili. Sóllilja er gríðarlega hraður bakvörður, leikur með landsliði Íslands og styrkir lið Breiðabliks mikið.