Öruggur sigur Snæfells á KR í Dominosdeild kvenna í gær, 54-75. Allt útlit var fyrir að Snæfell ætlaði að stinga af strax í fyrsta leikhluta eftri 11-2 kafla í lok hlutans.
Snæfellsstúlkur skoruðu svo ekki stig fyrstu 6 mínúturna í öðrum, en tókst þó að enda hann á 15-5 sem tryggði þeim fína forystu í hálfleik, 26-39.
KR-stúlkum tókst ekki nýta sér þurkinn hjá KR í öðrum hluta en gáfu þó í í þeim þriðja þegar Snæfell hitti nákvæmlega ekki neitt. Nýtingin hjá Snæfelli í leikhlutum 2 og 3 var um 26%. KR náði að saxa forskot Snæfells niður í 5 stig fyrir lokafjórðunginn.
Snæfell fann miðið aftur í fjórða hluta og setti niður 9/17 í skotum og stakk af með 12-28 fjórðungi sem gerði útslagið fyrir KR.
Frábær leikur hjá Hildi Sigurðardóttur sem setti niður 27 stig og tók 6 fráköst. Kristen McCarthy bætti við 14 stigum og 10 fráköstum. Hjá KR var Brittnay Wilson stigahæst með 18 stig og 6 fráköst. Björg Guðrún Einarsdóttir bætti við 12 stigum og 4 stoðsendingum.