spot_img
HomeFréttirSnæfell í bílstjórasætið í riðlinum

Snæfell í bílstjórasætið í riðlinum

Snæfellsstúlkur fengu Valsstúlkur í heimsókn í Lengjubikarnum í kvöld og heyrðist í einhverjum að þessi tvö lið yrðu í baráttunni um efsta sætið í riðlinum. Það hins vegar verður að koma í ljós en hitt er að liðin byrjuðu af krafti bæði strax í upphafi og virtust Valsstúlkur hafa undirtökin í byrjun. Alda Leif kom Snæfelli í 7-6 með þrist og þá virtust flóðgáttir opnast. Valsarar misstu boltann og hittu illa á meðan Snæfellingar gengu á lagið og komust í 14-6. Varnarlega voru Snæfellsstúlkur mun betri og fengu boltann auðveldlega uppí hendurnar en staðan 20-12 eftir fyrsta fjórðung.
Eftir rólega byrjun á stigaskori eða 5-5 eftir rúmmlega 6 mínútna leik í öðrum hluta, fóru Valsstúlkur að bíta í skjaldarrendur og börðust betur og komust nær 25-19. Valur skoraði 14 gegn 8 hjá Snæfelli og borðin höfðu snúist við þar sem Kristrún og Signý skoruðu vel. En liðsheildin hjá Val skilaði þeim betri stöðu út í hálfleikinn en Snæfell var yfir 28-26 og höfðu misst boltann illa, skilað slökum sóknum og slakað á vörninni.
 
Í hálfleik Snæfell: Alda Leif 7. Kieraah Marlow 6/6 frák. Hildur Björg 5/8 frák. Hildur Sig 5. Í hálfleik Valur: Kristrún Sigrjónsd. 11. Signý Hermanns 6. Unnur Lára og Ragna Margrét 4 hvor og Ragna bætti við 7 fráköstum.
 
 
Valsstúlkur voru orðnar heitar og komust á bragðið með því að byrja þriðja hluta á að komast yfir 33-34 en leikurinn var orðinn jafn og skemmtilegur og Snæfell svaraði aftur 38-34. Jafnt var 40-40 fyrir loka fjórðunginn.
 
54-54 var staðan um miðjan fjórða hluta þegar Snæfell tók leikhlé en Ben Stiller var ekki mættur í húsið sem var kannski ekki nema von, búinn að filma í allan dag strákurinn. En mjög jafnt var á með liðunum og eftir sprikl fram og til baka smellti Hildur Sigurðardóttir niður þrist sem kom Snæfelli í 61-56 en voru með Valsstúlkur urrandi á eftir sér og engin mistök leyfð en þreytumerki einkenndi bæði lið í sóknum sínum og skotum. Hildur Sig kláraði svo á vítalínunni 63-57 sem undirstrikaði sigur Snæfells.
 
 
Stigaskor Snæfells: Kieraah Marlow 17/10 frák. Hildur Sigurðardóttir 12/8 frák. Alda Leif Jónsdóttir 12/7 frák. Hildur Björg Kjartansdóttir 9/12 frák. Berglind Gunnarsdóttir 6/ 4 frák. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0. Rebekka Rán Karlsdóttir 0. Silja Katrín Davíðsdóttir 0.
 
 
Stigaskor Valur: Kristrún Sigrjónsdóttir 21/7 frák. Signý Hermannsdóttir 11. Hallveig Jónsdóttir 8. Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/10 frák. Unnur Lára Ásgeirsdóttir 6. Þórunn Bjarnadóttir 3. Guðbjörg Sverrisdóttir 2. Sólilja Bjarnadóttir 0. Ragnheiður Benónísdóttir 0. Sara Diljá Sigurðardóttir 0. Kristín Óladóttir 0. María Björnsdóttir 0.
 
 
Símon B. Hjaltalín.
  
Fréttir
- Auglýsing -