Skráning hafin á Selfossmótið 28.-29. október

Selfoss mótið fyrir körfuboltakrakka 9 ára (2014) og yngri verður haldið 28.-29. október næstkomandi.

Ath. að ef næg skráning kemur verður einnig leikskólahópur (2018)

1×10 mín hver leikur, a.m.k. 4 leikir á lið, 3 inná hjá leikskólahópi, 6 og 7 ára. 4 inná hjá 8 og 9 ára.

Gjöf frá Errea og liðsmyndataka að móti loknu. Þátttökugjald er 3.500 kr. á hvern leikmann.

Skráningarfrestur til 22.október. Tekið er á móti skráningum á selfosskarfa@gmail.com, en fram þarf að koma nafn og símanúmer þjálfara auk upplýsinga um fjölda liða.