Ágúst Goði besti leikmaður vallarins gegn Ludwigsburg

Hafnfirðingurinn Ágúst Goði Kjartansson fer ágætlega af stað með Black Panthers Schwenningen í þýsku Pro B deildinni, en á dögunum lagði liðið Porsche BBA Ludwigsburg 97-86.

Ágúst Goði var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins, en á rúmum 32 mínútum spiluðum skilaði hann 18 stigum, 2 fráköstum, 11 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.

Liðið hefur þó farið nokkuð hægt af stað í Pro B deildinni á tímabilinu, en sigurinn gegn Ludwigsburg var sá fyrsti á tímabilinu í fjórum leikjum.

Næst á dagskrá hjá Ágústi Goða og Schwenningen er að mæta Orange Academy, en það lið er sett saman úr ungum leikmönnum Ulm og er þjálfað af aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins Baldri Þór Ragnarssyni.

Tölfræði leiks