Skotklukkan: Diljá Ögn Lárusdóttir

Þá er Skotklukkan komin að leikmanni íslenska landsliðsins og Stjörnunnar Diljá Ögn Lárusdóttur. Ásamt því að spila sig inn í íslenska landsliðið á síðustu leiktíð var Diljá Ögn valin besti leikmaður fyrstu deildarinnar er hún og stöllur hennar unnu sér sæti í Subway deildinni með sigri í þeirri fyrstu. Diljá meiddist þó fyrir nýliðaár þeirra í Subway deildinni og hefur því enn ekki leikið fyrir Stjörnuna í efstu deild.

1. Nafn?   Diljá Ögn Lárusdóttir

2. Aldur?  20 ára.

3. Hjúskaparstaða? Single with 1 cat.

4. Uppeldisfélag?  Fjölnir

5. Uppáhalds atvik á ferlinum?   Þgar við komumst upp i Subway deildina og þegar við spiluðum bikarleik i Laugardalshöllinni.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum?  Þegar ég átti að taka innkast en ég gleymdi að senda og dripplaði bara inná völlinn.

7. Efnilegasti leikmaður landsins?  Kolbrun María

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Ariel Hearn

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, enga hjátrú.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Ekki neinn uppáhalds, hlusta á næstum allt nema rapp.

11. Uppáhalds drykkur?  Pepsi max

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Arnar

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Stefania Tera, gaman að vera með henni í liði.

14. Í hvað skóm spilar þú? Hef verið i Kyrie eða Don Issue.

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Grafarvogur eða Patreksfjörður.

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Horfi ekki á NBA.

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Michael Jordan var góður í körfubolta.

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Held ég hafi ekki verið með neina.

19. Sturluð staðreynd um þig? Skilnaðarbarn

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila á hálfan völl og 11 manna.

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? 1 á 1 sikksakk.

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju?  Alla í liðinu mínu, Arnar og Auði.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? No

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir?  Aþenu