Öruggur sigur Íslandsmeistara Tindastóls í Smáranum

Íslandsmeistarar Tindastóls lögðu Breiðablik í Smáranum í kvöld í 5. umferð Subway deildar karla, 77-92.

Tindastóll leiddi leik kvöldsins frá byrjun til enda. Eftir fyrsta leikhluta voru þeir 10 stigum yfir, 16-26, en þegar í hálfleik var komið höfðu heimamenn aðeins lagað stöðuna og var munurinn aðeins 8 stig, 39-47. Gestirnir náðu svo að láta kné fylgja kviði í upphafi seinni hálfleiks og eru komnir með 19 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Undir lokin sigla þeir svo gífurlega öruggum 15 stiga sigur í höfn, 77-92.

Atkvæðamestur fyrir Breiðablik í leiknum var Keith Jordan með 22 stig, 11 fráköst og 3 stoðsendingar. Fyrir Tindastól var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson bestur með 26 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar.

Tölfræði leiks