spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaGóður gegn Girona

Góður gegn Girona

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao máttu þola tap í kvöld gegn Girona í ACB deildinni á Spáni, 81-68.

Tryggvi lék tæpar 18 mínútur í leiknum og skilaði 10 stigum, 7 fráköstum og 2 vörðum skotum, en hann var næst framlagshæstur í liði Bilbao í leiknum.

Bilbao eru eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með 13 sigra og 17 töp það sem af er tímabili. Þegar þrír leikir eru eftir er liðið öruggt með sæti sitt í deildinni að ári, en þeir eiga þó nokkuð langt með að ná inn í úrslitakeppni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -