spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSkallagrímur tilkynnir nýjan leikmann Breiðabliks

Skallagrímur tilkynnir nýjan leikmann Breiðabliks

Breiðablik hefur samið við Keith Jordan Jr. fyrir komandi átök í Subway deild karla. Staðfestir fyrstu deildar félag Skallagríms þetta á samfélagsmiðlunum fyrr í dag.

Keith ætti að vera aðdáendum fyrstu deildarinnar kunnugur, en hann var á mála hjá Skallagrími á síðasta tímabili þar sem hann meðal annars var valinn besti erlendi leikmaður deildarinnar. Í 33 leikjum með þeim skilaði hann 30 stigum, 11 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik, en hann var framlagshæsti leikmaður deildarinnar með 35 framlagspunkta í leik.

Fréttir
- Auglýsing -