Í gærkvöldi og í nótt fóru fram átta leikir í NBA deildinni þar sem San Antonio Spurs tylltu sér á ný á topp vesturstrandarinnar og New York Knicks unnu sinn sjöunda útileik í röð. Amare Stoudemire fór mikinn hjá Knicks í 116-99 sigri gegn Toronto Raptors. Stoudemire gerði 31 stig í leiknum og tók 16 fráköst en það er það mesta sem hann hefur rifið niður þessa leiktíðina. Amir Johnson gerði svo 22 stig og tók 16 fráköst í liði Raptors.
New Orleans fengu svo skell gegn San Antonio Spurs í nótt. Lokatölur 100-84 Spurs í vil og Tony Parker með 19 stig og 6 stoðsendingar í liði Spurs. Hjá Hornets var Chris Paul atkvæðamestur með 16 stig og 8 stoðsendingar. Það var samt framherjinn/miðherjinn Matt Bonner sem stal senunni í leiknum en hann kom af bekknum og setti niður 4 af 5 þristum sínum í leiknum.
Önnur úrslit næturinnar:
Boston 100-75 New Jersey
Detroit 92-102 Cleveland
Oklahoma 114-109 Golden State
Denver 108-107 Memphis
Phoenix 125-108 Washington
Portland 100-91 LA Clippers
(Og vitaskuld var Blake Griffin með glæst tilþrif í leiknum, sjá snemma í myndbandinu)
Ljósmynd/ Amare Stoudemire fór mikinn með Knicks í nótt.