spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSindri lagði sterkt lið ÍR í Breiðholtinu

Sindri lagði sterkt lið ÍR í Breiðholtinu

Sindri lagði heimamenn í ÍR í æfingaleik í Síkinu í gær, 78-84.

Bæði lið verða í toppbaráttunni í fyrstu deild karla í vetur, en ÍR er að koma niður úr Subway deildinni eftir langa veru þar á meðan að Sindri hefur verið duglegir á leikmannamarkaði sumarsins.

Stigahæstur fyrir ÍR í leiknum var Oscar Jörgensen með 20 og þá bætti Collin Pryor við 14 stigum. Fyrir Sindra var Milorad Sedlarevic stigahæstur með 17 stig og Lucas Antúnez var honum næstur með 16 stig.

Tölfræði leiks

Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á karfan@karfan.is.

Fréttir
- Auglýsing -