spot_img
HomeFréttirSigurganga Merlins á enda í bili

Sigurganga Merlins á enda í bili

12:25
{mosimage}

(15 leikja sigurgöngu Merlins lauk í gær)

Jóhann Árni Ólafsson og félagar í þýska Pro B deildarliðinu Proveo Merlins mátt í gær þola ósigur gegn USC Freiburg. Þar með lauk 15 leikja sigurgöngu Merlins. Lokatölurnar voru 78-69 Freiburg í vil.

Jóhann Árni var sem fyrr í byrjunarliði Merlins og gerði hann 4 stig í leiknum á tæpum 20 mínútum. Þá var Jóhann einnig með 1 frákast, 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta.

Þrátt fyrir ósigurinn í gær eru Merlins enn á toppi Pro B deildarinnar í Þýskalandi með 40 stig. Í öðru sæti er svo Herzöge Wolfenbuttel með 36 stig og eiga leik til góða á Merlins. Næsti leikur Merlins er svo sunnudaginn 29. mars gegn TSV Tröster.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -