spot_img
HomeFréttirSigurður í raðir Keflavíkur

Sigurður í raðir Keflavíkur

 13:06

{mosimage}

Þórsarinn Sigurður Grétar Sigurðsson hefur gengið í raðir Keflavíkur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Sigurður kemur frá Þór Akureyri en þeir féllu í 1. deild á síðustu leiktíð.

 

Sigurður er 27 ára gamall bakvörður og er 180 sm að hæð og á fjölda leikja að baki með Þórsurum, bæði í úrvalsdeild og 1. deilk. Sigurður var með 15 stig í 14 leikjum tímabilið 2004-2005 í 1.deildinni og spilaði 14. leiki í úrvalsdeildinni 2006 áður en hann meiddist.

 

www.keflavik.is

Fréttir
- Auglýsing -