spot_img
HomeFréttirSigný Hermannsdóttir: Sýndum góða liðsheild

Signý Hermannsdóttir: Sýndum góða liðsheild

11:02 

{mosimage}

 

 

 

 

Landsliðsfyrirliðinn Signý Hermannsdóttir var kraftmikil gegn Írum í gær en hún gerði 12 stig í leiknum, tók 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 4 boltum. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins gegn Írum í gær heldur en gegn Norðmönnum í síðasta leik. Mun meiri barátta var í liðinu og þar var Signý helsti neistinn.

 

„Í síðasta leik vorum við ekki til staðar, nú vissum við hvað við áttum að gera og höfðum því sigur,“ sagði Signý í samtali við Karfan.is eftir leikinn í Sláturhúsinu í gær. „Hópurinn hjá okkur er ungur en þrátt fyrir það býr hann yfir mikilli reynslu. Við þurfum að taka fleiri fráköst og fækka töpuðum boltum en í heildina fannst mér við standa okkur vel og sýna góða liðsheild,“ sagði Signý að lokum.

 

nonni@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -