Sigmundur Már Herbertsson FIBA dómari fékk á dögunum tilnefningu í alþjóðlegt verkefni í Frakklandi í lok október. Sigmundur dæmdi eins og frægt er á EuroBasket í sumar í riðlinum sem fram fór í Lettlandi og stóð sig vel.
Sigmundur mun á miðvikudaginn kemur 28. október dæma leik Tango Bourges Basket og AGÜ Spor frá Tyrklandi í Meistaradeild kvenna (Euroleague Women) en leikurinn fer fram í Bourges í Frakklandi.
Meðdómarar Sigmundar verða Gintaras Vitkauskas frá Litháen og Ernad Karovic frá Bosníu og Hersegóvínu. Eftirlitsmaður er Alison Muir frá Englandi.
Frétt af www.kki.is