16:06
{mosimage}
(Jón Arnór Stefánsson)
Jón Arnór Stefánsson og félagar í ítalska liðinu Benetton Treviso mæta La Fortezza Bologna í síðustu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Síðasta umferðin hefst kl. 18:15 á Ítalíu eða kl. 16:15 að íslenskum tíma.
Fyrir þessa síðustu umferð eru Benetton Treviso í 4. sæti deildarinnar með 34 stig en Bologna er í 5. sæti deildarinnar með jafn mörg stig svo sigur fyrir Jón Arnór og félaga er afar mikilvægur upp á lokaröðun í úrslitakeppnina að gera.
Beina tölfræðilýsingu frá leik Benetton og Bologna má nálgast hér:
http://www.legabasket.it