spot_img
HomeFréttirSerbar örugglega inn í undanúrslit

Serbar örugglega inn í undanúrslit

Serbía hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins eftir öruggan 84-56 sigur á Brasilíu í dag í Madríd á Spáni. Serbía leikur í undanúrslitum á föstudag og mætir þá annað hvort Spáni eða Frakklandi en sá leikur hefst núna á eftir og er sá síðasti í 8-liða úrslitum.
 
 
Serbar mættu grimmir inn í síðari hálfleikinn og unnu þriðja leikhluta 29-12 og eftir það var ekki aftur snúið og sigrinum siglt örugglega heim á leið.
 
Milos Teodosic fór fyrir Serbum í dag með 23 stig en Anderson Varejao gerði 12 stig og tók 9 fráköst í liði Brasilíumanna.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -