Semur við Boston University

Bakvörðurinn Hildur Björk Gunnsteinsdóttir hefur samið um að leika fyrir háskólalið Boston University Terriers eftir komandi tímabil á Íslandi.

Hildur er 18 ára gömul og hefur frá árinu 2020 leikið fyrir Hamar/Þór í fyrstu deildinni, nú á síðasta tímabili skilaði hún 10 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta að meðaltali í leik. Þá hefur hún einnig verið hluti af undir 16 og 18 ára liðum Íslands á síðustu árum.

Terriers eru í efstu deild bandaríska háskólaboltans og leika í Patriot hluta deildarinnar, en þær hafa í eitt skipti náð að komast í Marsfárið, árið 2003.