spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÍR í úrslit eftir öruggan sigur gegn Þór Akureyri

ÍR í úrslit eftir öruggan sigur gegn Þór Akureyri

ÍR lagði Þór Akureyri í kvöld í þriðja leik undanúrslita fyrstu deildar karla. Með sigrinum tryggði ÍR sér sigur í einvíginu 3-0, en í úrslitum munu þeir mæta Sindra.

Gangur leiks

Fyrsti leikhluti byrjar vel en það er ÍR sem byrja með meiri hraða og eru mun meira ákveðnir með sinn leik. ÍR kláraa fyrsta leikhluta sterkt og eru yfir 22-13. Þeir halda svo áfram sterkt og keyra á Þórsarana, en fyrir þá gengur þetta mjög hægt og þeir fara inn í hálfleik 27 stigum undir, 52-25.

Heimamenn hefja seinni hálfleikinn jafn sterkt og þeir voru allan fyrri hálfleik, en það er eins og Þór finni sig aldrei almennilega í leiknum. ÍR heldur forystunni vel og þriðji leikhluti endar 84-39. Þórsarar náðu aldrei að koma sér inn í leikinn, þannig í fjórða leikhluta héldu heimamenn áfram og keyrðu hratt og sterkt á Þór. ÍR tók þetta alla leið og kláraði þetta með miklum yfirburðum 117-62, og þar með einvígið 3-0.

Tölfræðin lýgur ekki

Það var mjög mikill munur á milli liðanna í skotnýtingu. ÍR skaut 48 af 83 og var með 57% skotnýtingu á móti 25 af 82 eða 30% heildarskotnýtingu Þórs

Atkvæðismestir

Hjá heimamönnum var Lamar Morgan með 24 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar en hjá Þórsurum skilaði Harrison Butler með 13 stigum, 12 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Hvað svo?

ÍR tekur á móti Sindra í úrslitum, fyrsti leikurinn er komandi sunnudag 5. maí.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -