spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSemur á nýjan leik við KR

Semur á nýjan leik við KR

KR hefur samið við Dani Koljanin fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.

Dani, sem er 27 ára gamall, 202 cm króatískur framherji, lék með KR tímabilið 2021-2022 og var þá með 14 stig og 8 fráköst að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili lék Dani með Kortrijk í Belgíu og var þar með 10 stig og 4 fráköst að meðaltali í leik.

Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR:

“Það er frábært að fá Dani aftur í KR og á hann eftir að styrkja okkar góða lið mikið ásamt því að aðstoða okkur í yngra flokka starfinu. Að hann skyldi hafa samband og vilja koma aftur í KR núna þegar hann er að flytja til Íslands segir mikið um hversu vel honum leið hjá okkur síðast þegar hann var hér. Hann á eftir að auka samkeppni á æfingum og koma með karakter í klefann sem mun klárlega hjálpa okkur.”

Fréttir
- Auglýsing -