Skallagrímur hefur gengið frá ráðningu á Sanja Orozovic fyrir komandi tímabil í Dominos deild kvenna. Sanja kom fyrst til Íslands fyrir tveimur árum, en hefur leikið bæði með Breiðablik og nú síðast KR í Dominos deildinni.
Í 25 leikjum með KR á síðasta tímabili skilaði Sanja 17 stigum, 9 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.