Ruslid.blogspot.com er höfuðvígi Harðar D. Tuliniusar en þar stiklar hann oft á stóru í tölfræðinni. Hörður rýnir í tölurnar fyrir viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur á morgun en það er oddaleikur millum liðanna um hvort liðið komist í undanúrslit Domino´s deildar karla.
Í grein Harðar segir m.a:
Bæði lið eru mjög skilvirk í sókn með sóknargildi (ORgt) yfir meðallagi í deildinni. Bæði lið skora a.m.k. eitt stig að meðaltali í um helmingi sókna sinna, sem er yfir meðallagi. Því er sóknarleikur ekki vandamál fyrir bæði liðið.
Stjarnan þarf að ná stjórn á leikhraðanum og spila agaðan sóknarleik og herða upp vörnina. Keflavík þarf hins vegar að keyra upp hraðan og stíga grimmt úr í öllum fráköstum.