Sælinú krakkar… komnir aftur eftir langan dvala… boltinn farinn að rúlla aftur hérna á skerinu og góðir tímar framundan… Eitt. Við erum að fara á EM! Það er bara þannig. Munið að panta langt sumarfrí í september á næsta ári… Fórum á leik KR og Njarðlem á fimmtudaginn og urðum vitni að Craion-vélinni malandi á öllum strokkum. KR-ingar, dömpið tuðrunni á blokkina til Crai-Crai og hann mokar honum í körfuna. Double-team? Meh, skiptir ekki máli. Crai-Crai er mögulega besti erlendi leikmaður sem komið hefur til Íslands að spila körfubolta. Game recognize game… Það er náttla bara svindl að lið jafn vel pakkað og KR megi semja við monster eins og Craion. Stern hefði alla vega vetóað þetta. Klárt… Pavelínó hlóð í fyrstu þrennu vetrarins í meistari-meistaranna gegn Grinds. Pavelþrennó og Þremil Barja munu berjast um titilinn þrennukóngurinn í ár. Fylgist vel með hérna á Karfan.is. Við munum vakta þetta… Allt frekar beisik úrslit í deildinni í fyrstu umferð fyrir utan baráttusigur Tins á Star. Star skeit honum frá sér. Plain and simple. En liðin í deildinni mega samt ekki sofa á Tindastól í vetur. Þetta er fantagott lið og heimsóknirnar í Síkið verða ekki skemmtilegar… Shoutout á Smára Tarf sem er dyggur lesandi á bullinu okkar frá byrjun. Smári er ekki bara einn besti gítarleikari landsins heldur er hann die hard körfuhaus. Respect.
We OUT like andstæðingar KR í vetur.