spot_img
HomeFréttirRannveig í ársfrí vegna meiðsla

Rannveig í ársfrí vegna meiðsla

Rannveig Ólafsdóttir verður að öllum líkindum ekkert með KR í barátunni á komandi tímabili í kvennaboltanum. Hnémeiðsli sem hafa plagað hana í um fimm ár hafa leitt til þeirrar ákvörðunar Rannveigar að taka sér að minnsta kosti ársfrí.
 
 
„Ég hef ferið í þrjár aðgerðir en er enn slæm þannig að ég hef ákveðið að taka mér allavega frí í eitt ár. Ég mun kannski fara í fjórðu aðgerðina eftir nokkra mánuði og endurhæfingin er um sex mánuðir að henni lokinni og eftir það þarf bara að sjá hvort ég geti verið eitthvað með,“ sagði Rannveig en upphaflega færðist hnéskelin til og þá brotnaði upp úr henni.
 
„Hnéskelin var svo alltaf að færast til annað slagið á æfingum og í leikjum þannig það hefur verið þónokkuð áreiti á hnénu.“
  
Fréttir
- Auglýsing -