spot_img
HomeFréttirPorsha Porter send heim

Porsha Porter send heim

Fjölniskonur hafa ákveðið að losa sig við bandaríska leikmanninn Porsha Porter. Hún mun ekki hafa þótt standa undir væntingum og fékk því reisupassann. Fjölniskonur leika því án erlends leikmanns í kvöld þegar Íslands- og bikarmeistarar Njarðvíkur mæta í Grafarvoginn.
Þá er annar erlendur leikmaður væntanlegur til landsins á næstu dögum og vonast Fjölnismenn að það verði í tæka tíð fyrir aðra umferð í Domino´s deild kvenna.
 
Mynd/ Björn Ingvarsson – Porsha Porter þótti ekki standa fyrir sínu í Dalhúsum.

  
Fréttir
- Auglýsing -