Fjölniskonur hafa ákveðið að losa sig við bandaríska leikmanninn Porsha Porter. Hún mun ekki hafa þótt standa undir væntingum og fékk því reisupassann. Fjölniskonur leika því án erlends leikmanns í kvöld þegar Íslands- og bikarmeistarar Njarðvíkur mæta í Grafarvoginn.
Þá er annar erlendur leikmaður væntanlegur til landsins á næstu dögum og vonast Fjölnismenn að það verði í tæka tíð fyrir aðra umferð í Domino´s deild kvenna.
Mynd/ Björn Ingvarsson – Porsha Porter þótti ekki standa fyrir sínu í Dalhúsum.