spot_img
HomeFréttirPodcast viðtöl við Jón Arnór og Hlyn í tilefni dagsins

Podcast viðtöl við Jón Arnór og Hlyn í tilefni dagsins

Ísland mætir Portúgal í forkeppni Eurobasket 2021 í kvöld. Leikurinn er sá þriðji í þessari forkeppni en Ísland er enn í leit að sigri. Leikurinn verður síðasti landsleikur Jóns Arnórs Stefánssonar og Hlyns Bæringssonar fyrir Íslands hönd en hann hafa ákveðið að leggja landsliðsskónna á hilluna eftir þennan landsleikjaglugga.

Þeir félagar eiga að baki 225 landsleiki og hafa gengið í gegnum súrt og sætt með landsliðinu.

Mikil reynsla er á baki þessa leikmanna en Karfan hefur á síðustu árum fengið þá báða sem gesti í Podcöst síðunnar. Þar hefur verið farið yfir feril leikmannanna, bæði með félagsliðum og landsliðum. Viðtölin standast tímans tönn og er vel við hæfi að rifja þau upp við þetta tilefni.

Viðtalið við Hlyn má finna hér. 

Viðtalið við Jón Arnór má finna hér.

Fréttir
- Auglýsing -