Íslenska landsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins 2019. Liðið er í riðli með Búlgaríu Finnlandi og Tékklandi og mun leika á móti þeim þjóðum heima og heiman.

 

Fyrsti leikur liðsins fer fram í Pardubice í Tékklandi, en sá annar komandi mánudag gegn Búlgaríu heima í Laugardalshöll.

 

Liðið kom saman í Tékklandi síðasta mánudag, þar sem það hefur verið við æfingar alla vikuna.

 

Karfan spjallaði við fyrirliða liðsins, Hlyn Bæringsson og Jakob Sigurðarson um ferilinn og landsliðið daginn fyrir leik.

 

Gestir: Hlynur Bæringsson & Jakob Sigurðarson

 

Umsjón: Davíð Eldur Baldursson

 

02:00 – Ferill Jakobs

13:30 – Ferill Hlyns

26:30 – Árin saman í Sundsvall

36:00 – Hvernig gengur sambúðin með landsliðinu

37:00 – Eftirminnilegustu landsliðferðirnar

40:30 – Hvernig fer innvígsla nýliða fram?

42:50 – Hvað væru Hlynur og Jakob að gera ef þeir væru ekki í körfubolta?

44:10 – Viðskiptahugmyndir Hlyns

46:30 – Hvernig leggst Tékklands viðureignin í menn