Podcast Körfunnar fékk í heimsókn Stefán Karel Torfason. Í þættinum er rætt um íþróttauppeldið, Þór, frábært umhverfi hjá Snæfelli, KR og eina leikinn með ÍR.
Stefán er aðeins 26 ára gamall í dag, en hann þurfti að hætta í körfubolta fyrir fjórum árum vegna tíðra höfuðhögga. Síðan þá hefur hann helgað sig aflraunum.
Þrátt fyrir að hafa verið ungur að árum þegar hann lagði körfuboltaskóna á hilluna, hafði Stefán heldur betur látið að sér kveða í efstu deild á Íslandi, en á síðasta heila tímabilinu sem hann lék, 2015-16 með Snæfell, skilaði hann 11 stigum og 10 fráköstum að meðaltali í leik 21. árs gamall.
Podcast Körfunnar er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.
Umsjón: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke