spot_img
HomeFréttirPanathinaikos og CSKA Moscow leika til úrslita í Euroleague

Panathinaikos og CSKA Moscow leika til úrslita í Euroleague

13:13
{mosimage}

(Mike Batiste gerði 19 stig og tók 6 fráköst fyrir Panathinaikos í gærkvöldi)

Það verða Panathinaikos og CSKA Moscow sem leika munu til úrslita í Euroleague þetta árið eftir hreint mögnuð undanúrslit. Grískur slagur var í undanúrslitum þar sem Panathinaikos lögðu landa sína í Olympiacos 84-82. CSKA Moscow hafði síðan nauman sigur á Regal Barcelona 82-78 á leið sinni í úrlsitaleikinn. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun, sunnudag, kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 18:00 að íslenskum tíma. Þess má geta að Panathinaikos og CSKA Moscow léku einnig til úrslita árið 2007 þar sem Grikkirnir höfðu betur.

Þegar rétt rúm mínúta var til loka leiks Panathinaikos og Olympiacos í gær var staðan jöfn 82-82. Nikola Pekovic reyndist hetja Panathinaikos í gær en hann kom sínum mönnum í 84-82. Olympiacos áttu síðustu sókn en skot Ioannis Bourousis geigaði sem og tilraun Josh Childress til þess að blaka sóknarfrákastinu ofan í og því fögnuðu Panathinaikos sigri.

Nikola Pekovic var atkvæðamestur í sigurliðinu með 20 stig og 2 fráköst en í liði Olympiacos var Lynn Greer með 18 stig.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni var það Ramunas Siskauskas sem stal senunni með 29 stig þar sem hann setti niður 4 af 6 þriggja stiga tilraunum sínum sem og 9 af 10 vítaskotum. Siskauskas fór fyrir sterku 11-0 áhlaupi CSKA Moscow í fjórða leikhluta gegn Regal Barcelona en hann gerði öll 11 stigin í áhlaupinu. Barcelona komust ekki nær og CSKA Moscow hafði góðan 82-78 sigur. David Andersen var svo stigahæstur í liði Barcelona með 24 stig og 4 fráköst.

Í úrslitaleiknum á sunnudag getur Panathinaikos unnið sinn fimmta sigur í Euroleague og Sarunas Jasikevicius þar með orðið fyrstur manna til þess að vinna titilinn með þremur mismunandi liðum.

 

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -