Haiden Denise Palmer jafnaði í kvöld vítamet Karisma Chapman í Domino´s-deild kvenna þegar hún skoraði úr 16 vítaskotum í toppslag Snæfells og Hauka. Snæfell vann 75-65 sigur á Haukum og það í fjarveru landsliðskonunnar Gunnhildar Gunnarsdóttur!
Palmer héldu engin bönd en hún setti niður 16 af 18 vítum sínum í leiknum en fyrra metið á leiktíðinni átti Valsarinn Karisma Chapman. Palmer reyndar gerir ögn betur en Chapman því hún setur 16 af 18 vítum en Champman setti 16 af 21 víti í viðureign Vals og Stjörnunnar þann 28. október síðastliðinn.
Mynd/ Eyþór Benediktsson