spot_img
HomeFréttirOrlando sló Cavs í fyrsta leik

Orlando sló Cavs í fyrsta leik

8:50

{mosimage}

Orlando Magic gerði sér lítið fyrir og sigraði Clevland Cavaliers 107-106 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Dwight Howard var stigahæstur gestanna með 30 stig en Lebron James skoraði 49 fyrir heimamenn.

Clevlandmenn byrjðu leikinn mikið betur og leiddu með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta, 33-19 og voru komnir með 15 stiga forystu í hálfleik og það var ekki fyrr en snemma í fjórða leikhluta sem Orlando komst yfir. Leikurinn var æsispennandi í lokin og þegar 14 sekúndur voru eftir skoraði Rashard Lewis þriggja stiga körfu fyrir Orlando sem tryggði þeim sigurinn.

Eins og fyrr segir skoraði Dwight Howard 30 stig fyrir Orlando auk þess sem hann tók 13 fráköst, Rashard Lewis var með 22 stig og Tyrkinn Hedo Turkoglu var með 15 stig og 14 stoðsendingar.

Lebron James var í stuði hjá Clevland og skoraði 49 stig og gaf 8 stoðsendingar. Næstur honum var Mo Williams með 17 stig og Brasilíumaðurinn Anderson Varejao skoraði 14.

Tölfræði leiksins

[email protected]

Mynd: blog.phoenixnewtimes.com

Fréttir
- Auglýsing -