spot_img
HomeFréttirOrlando í úrslit Austursins - Boston í sumarfrí

Orlando í úrslit Austursins – Boston í sumarfrí


08:47:51
Meistarar Boston Celtics eru úr leik í úrslitakeppni NBA eftir tap gegn Orlando Magic í nótt, 82-101. Magic er því komið í úrslit Austurdeildarinnar þar sem þeir munu mæta Cleveland Cavaliers. Sigur Magic í nótt var öruggur og verðskuldaður og var eins og Boston–menn væru einfaldlega sprungnir á limminu eftir tvær gríðarlega erfiðar seríur.

Spurningin á allra vörum er: „Hvað ef Garnett væri heill?“ Það hefði auðvitað verið allt annað lið sem stæði á vellinum með Garnett, sem var sérstaklega saknað í vörninni gegn tröllinu Dwight Howard. Magic fóru hins vegar ekki varhluta af meiðslum í ár og misstu t.d. stjörnuleikmanninn Jameer Nelson.

 

Þegar allt kom til alls virtust Magic hafa fleiru úr að spila og eiga meira eftir í tankinum þegar á reyndi. Celtics fara nú í sumarfrí, en Howard tekur skrefið nær loforði sínu um að skila meistaratitli til Orlando.

 

Mörg ljón eru þó enn í veginum þar sem Cleveland Cavaliers bíða handan við hornið, en þeir hafa leikið ótrúlega vel i úrslitakeppnni og ætti að vera von á skemmtilegu einvígi þar.

Tölfræði leiksins


Mynd/AP

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -