spot_img
HomeFréttirOddur: Einbeitum okkur að hlutum sem við stjórnum

Oddur: Einbeitum okkur að hlutum sem við stjórnum

„Ég er spenntur fyrir vetrinum. Það hafa verið miklar breytingar í vetur hjá okkur. Þjálfarar og leikmenn komið og farið. Ég vonast til þess að því tímabili sé lokið,“ sagði Oddur Benediktsson við Karfan.is í dag en hann tók við stýrinu hjá kvennaliði Hamars af Daða Steini Arnarssyni. Oddur stýrir liði í fyrsta sinn í úrvalsdeild og starfinn er ærinn því Hamar er á botninum án stiga.

„Ég legg aðaláherslu á að leikmenn komi á æfingar og í leiki með það hugarfar að bæta sig. Ég vil að við nýtum hvern dag til að verða betri í körfubolta og mætum á æfingar og leiki með jákvætt og uppbyggjandi viðhorf. Einnig ætlum við að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum og ætlum ekki að eyða orku í hluti sem við stjórnum ekki,“ sagði Oddur en hvernig líður honum með nýja starfið?

„Ég er mjög spenntur í bland við smá stress að taka við liði í efstu deild. Ennig er ég gríðrlega þakklátur fyrir tækifærið sem kkd. Hamars er að gefa mér. Næsti leikur gegn Stjörnunni ætti að vera skemmtilegur leikur. Stjarnan strykti sig vel í sumar og fengu frábæra leikmenn í Rögnu Margréti, Hafrúnu, Margréti Köru og Chelsie. Þær hafa verið að spila vel og verið í hörkuleikjum við öll liðin. Aðallega hlakkar mig til að sjá Hamars liðið spila.“

Mynd úr einkasafni/ Oddur var á tíma yfirþjálfari yngri flokka á Sauðárkróki. 

Fréttir
- Auglýsing -