Jakob Örn Sigurðarson varð 31 árs í dag en fyrrum liðsfélagi hans í Sundsvall, Pavel Ermolinskij, og hans liðsmenn í Norrköping spilltu gleðinni hjá Jakobi með því að jafna undanúrslitaeinvígið 1-1. Lokatölur á heimavelli Norrköping í sænsku deildinni í kvöld voru 77-66.
Pavel skoraði 4 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á rúmum 30 mínútum í liði Norrköping en afmælisbarnið Jakob var stigahæstur í tapliði Sundsvall með 20 stig og 5 stoðsendingar. Hlynur Bæringsson bætti við 3 stigum og 11 fráköstum.
Þriðji leikur liðanna fer fram í Sundsvall mánudaginn 8. apríl næstkomandi.