spot_img
HomeFréttirNBA: 44 stig Kobe dugðu skammt gegn Warriors

NBA: 44 stig Kobe dugðu skammt gegn Warriors

Kobe Bryant skoraði 44 stig gegn Golden State Warriors en það dugði ekki til að tryggja Lakers sigur. Warriors hreinlega yfirspiluðu Lakers á alla vegu og tryggðu öruggan sigur. Stephen Curry setti 30 stig og gaf 15 stoðsendingar. Miami Heat steinlágu fyrir Milwaukee Bucks á heimavelli. Dwyane Wade sat á bekknum með smávægileg meiðsli, en öllum að óvörum var það Mario Chalmers sem leiddi Heat í stigaskorun með 18 stig. Restin af liðinu gat ekki neitt. Brandon Knight brilleraði með 20 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Carmelo Anthony skaut 10/14 á móti Denver og endaði með 28 stig í sigri Knicks á Nuggets og litlu  munaði að allt syði upp úr í leik Rockets og Thunder þar sem enginn annar en Scott Brooks stormaði inn á völlinn til að láta dómarann heyra það. Múrsteinaveisla þar sem liðin brenndu samtals af 105 skotum. Thunder voru með 15 varin skot í heildina.
 
Denver Nuggets 93
New York Knicks 109
 
Milwaukee Bucks 91
Miami Heat 84
 
Houston Rockets 69
Oklahoma City Thunder 65
 
Golden State Warriors 136
Los Angeles Lakers 115
 
 
Fréttir
- Auglýsing -