spot_img
HomeFréttirMyndband: Unicaja tapa á útivelli

Myndband: Unicaja tapa á útivelli

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Unicaja Malaga töpuðu á útivelli í Frakklandi fyrir Limoges CSP 67-64, eftir arfaslakan seinni hálfleik.
 
Unicaja var með 13 stiga forystu þegar flautað var til hálfleiks í Frakklandi en 12 stig á móti 22 frá Limoges í 3. hluta gerði þetta að jöfnum leik. Varnarleikur Unicaja var í molum þar sem mest fór fyrir tilþrifum háloftafuglsins Nobel Boungou-Colo sem tróð boltanum hvað eftir annað.
 
Jón Arnór setti 5 stig í leiknum að viðbættum 2 fráköstum og 2 stoðsendingum.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -