Enn verður bið eftir fyrsta sigurleik LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum þar sem þeir töpuðu í gær sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu gegn New Hampshire háskólanum. Martin Hermannsson leiddi Long Island háskólann með 12 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.
Elvar Már bætti við 11 stigum og 3 stoðsendingum, en skelfileg skotnýting liðsfélaga þeirra og liðsins í heildina dró það niður. Svartfuglarnir skutu 30% utan af velli og 26% í þristum, ólíkt andstæðingum þeirra í New Hampshire sem settu niður hvern þristinn af fætur öðrum og voru 12/26 í heildina í leiknum.
Næsti leikur er gegn Lehigh á laugardaginn.