Þeir Axel Finnur Gylfason og Torfi Magnússon voru báðir mættir með myndavélarnar í Vodafonehöllina í gær þar sem tvíhöfði fór fram í Lengjubikarnum. Fyrst mættust Valur og Haukar í kvennaflokki þar sem Valskonur fóru með sigur af hólmi eftir tvíframlengdan leik og svo fór fram karlaviðureign Vals og Fjölnis þar sem Dalhúsamenn höfðu sigur.