Margrét Kara Sturludóttir fór mikinn í þriðja leikhluta í kvöld þegar Stjarnan varð að sætta sig við ósigur gegn Grindavík. Stjarnan gerði vel að jafna metin 50-50 en Grindavík fór engu að síður heim með sigurinn. Kara sagði að það væri eins og vantaði tennur í Stjörnuliðið til að klára svona leiki.