spot_img
HomeFréttirManresa lá úti gegn Estudiantes

Manresa lá úti gegn Estudiantes

Haukur Helgi Pálsson náði ekki að skora í gær þegar Manresa heimsótti Estudiantes í ACB deildinni á Spáni. Lokatölur 90-75 Estudiantes í vil og Haukur og félagar í Manresa því á botni deildarinnar sem fyrr.
 
Haukur lék í rúmar 12 mínútur í leiknum og gaf eina stoðsendingu. Adam Hanga var stigahæstur hjá Manresa með 16 stig en Gabriel German var með 20 stig í liði Estudiantes.
 
Manresa hefur nú leikið 27 leiki, unnið 5 og tapað 22 og situr á botni deildarinnar. Næsta lið fyrir ofan, Lagun Aro GBC, er með 8 sigra og 19 tapleiki.
  
Fréttir
- Auglýsing -