Maciej sagðist hafa verið nálægt því að hætta í sumar „Dóri náði að tala mig til“

Njarðvík lagði Hauka í kvöld í annarri umferð Subway deildar karla, 86-94.

Njarðvík eftir leikinn með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar á meðan að Haukar hafa unnið einn og tapað einum.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Maciej Baginski leikmann Njarðvíkur eftir leik í Ólafssal. Maciej hefur verið virkilega góður fyrir Njarðvík það sem af er tímabili, en í viðtalinu staðfestir hann meðal annars að hann hafi verið nálægt því að leggja skóna á hilluna í sumar.