spot_img
HomeFréttirNjarðvík héldu í sigurinn undir lokin

Njarðvík héldu í sigurinn undir lokin

Haukadrengjum biðu sömu örlög og kvennaliði Hauka og voru þau tap fyrir sterku liði Njarðvíkur. Leikurinn var spennandi allan tíman og voru Njarðvíkingar ávallt nokkrum skrefum á undan, fyrir utan fyrstu mínúturnar. Stór hluti tapsins fyrir Haukana voru tapaðir boltar, en þeir voru með alls 16 tapaða bolta. Njarðvísku ljónin unnu að lokum leikinn 94-86.

Fyrir Haukana var Jalen Moore með flest stig, 37 talsins, ásamt 5 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Sigvaldi Eggertsson skilaði einnig sínu með 10 stig og 10 fráköst. Njarðvíkurmegin voru stjörnurnar Domynikas Milka með 24 stig og 14 fráköst, og Chaz Williams með 17 stig og 13 stoðsendingar.

Myndasafn


Fréttir
- Auglýsing -