Skotklukkan: Jana Falsdóttir úr Njarðvík

Hin 17 ára gamla Jana Falsdóttir hefur komið eins og stormsveipur inn í 2023-24 tímabilið í Subway deild kvenna með nýju liði sínu í Njarðvík. Það er því við hæfi að hún verði sú fyrsta sem svari nýjum lið á Körfunni sem ber nafnið skotklukkan, en þar verða leikmenn spurðir að einni spurningu fyrir hverja sekúndu sem leyfileg er í hverri sókn.

1.     Nafn? 

Jana Falsdóttir 

2.     Aldur? 

17 ára 

3.     Hjúskaparstaða?  
Ég á kærasta. 

4.     Uppeldisfélag? 

Keflavík 

5.     Uppáhalds atvik á ferlinum? 

Bikarúrslitaleikur árið 2022 á móti breiðablik. 

6.     Vandræðalegasta atvik á ferlinum? 

Skoraði sjálfskörfu í yngriflokkum. 

7.     Efnilegasti leikmaður landsins? 

Hulda María og Sara Björk í Njarðvík. 

8.     Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? 

Emilie Hesseldal 

9.     Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum?  

Síðasta skotið í upphitun þarf alltaf að fara ofan í. Ég lyfti líka tánum upp ef ég vill að einhver klikki á víti en stend á tánum ef ég vill að einhver setji víti niður.  

10.  Uppáhalds tónlistarmaður? 

Á í raun ekki einn uppáhalds en allir hiphop artistar eins og Drake, Kanye og Kendrick. 

11.  Uppáhalds drykkur? 

Grænt Vit-hit með klökum.

12.  Besti þjálfari sem þú hefur haft? 

Vil ekki gera upp á milli, en þann titil fær hún Magga Stull. 

13.  Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? 

Anna Lára úr Keflavík 

14.  Í hvað skóm spilar þú? 

Lebron 17 ´Air Comman force´.

15.  Uppáhalds staður á Íslandi? 

Aðalvík! 

16.  Með hvað liði heldur þú í NBA? 

Indiana Pacers í NBA og í WNBA þá New York Liberty (Fylgi Jenny Boucek) 

17.  Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? 

Er það ekki bara gamli góði Jordan. 

18.  Hver var fyrirmyndin þin í æsku? 

Sue Bird 

19.  Sturluð staðreynd um þig? 

Er stærri en mamma mín og mér finnst rangt að vera i lágum sokkum í körfubolta. 

20.  Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum?  

Skotleikir og spil. 

21.  Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? 

Fara yfir önnur lið haha, mikilvægt en voða mikið bara að standa og hlusta. 

22.  Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju?  

Sara Líf í Val, Heiður Karls í Fjölni, Bergdís Anna í Fjölni. 

23.  Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? 

Bara ef það eru stórleikir. 

24.  Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? 

Ég hef ekkert á móti neinu liði en mér finnst gulur ekki flottur litur.