spot_img
HomeFréttirLykilmaður umferðarinnar: Chelsie Alexa Schweers

Lykilmaður umferðarinnar: Chelsie Alexa Schweers

Stjarnan vann sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í kvennaflokki þann 21. október síðastliðinn þegar Garðbæingar lögðu Keflavík í Domino´s-deild kvenna í 3. umferð deildarinnar. 

Chelsie Alexa Schweers fór mikinn í Stjörnuliðinu og velur Karfan.is hana Lykil-mann þriðju umferðar í Domino´s-deild kvenna. Schweers daðraði við þrennuna með 36 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar í þessum sögulega leik þeirra Garðbæinga sem lauk með 78-68 sigri Stjörnunnar á Keflavík. 

2. umferð: Lykilmaður umferðarinnar – Bryndís Guðmundsdóttir
1. umferð: Lykilmaður umferðarinnar – Helena Sverrisdóttir

Fréttir
- Auglýsing -