spot_img
HomeFréttirGrindvíkingar vörðu heimavöllinn og tóku 2-1 forystu í undanúrslitunum

Grindvíkingar vörðu heimavöllinn og tóku 2-1 forystu í undanúrslitunum

Grindavík vann sannfærandi sigur 96-71 á Keflavík í þriðja leik liðanna í Smáranum í kvöld og er komið 2-1 yfir í seríunni.

Fyrir leik

Keflavík jafnaði seríuna í síðasta leik á heimavelli sínum með flautukörfu Urban Oman. Grindavíkingar töluðu um að finna leiðir inní teig Keflvíkinga sem voru búnir að þétta vel fyrir teiginn í síðasta leik. Auk þess sem þeir þurfa að einbeita sér að þeim þátt leiksins sem þeir geta stjórnað en þeir hafa fengið slatta af tæknivillum sem hjálpa ekki. Keflavík þarf að halda uppteknum hætti frá síðasta leik.

Byrjunarlið

Grindavík: D.Basile, D.Kane, Óli.Óla, D.Mortensen, Breki.G

Keflavík: Sigurður.P, Jaka.B, Marek.D, Igor.M, Urban.O

Gangur leiks

Grindavík byrjar á að setja þrist en Keflavík svarar. Það er greinilega dagskipun Grindvíkinga að teygja á vörn Keflavíkur og komast þeir strax í 10-3 í byrjun en Keflavík svarar og leikhlutinn endar 21-19 fyrir Grindavík. Bæði lið eru vel einbeitt og eftirtektarvert að leikmenn Grindavíkur eru að einbeita sér alfarið að leiknum en ekki að áhorfendum eða dómum.

Annar leikhluti byrjar eins og fyrsti, Grindvíkingar skjóta fyrir utan. Sigurður er að dekka Basile og nær að halda honum í skefjum en hann skorar á hann um leið og hann gleymir sér augnablik. Grindavík ná upp 12 stiga forskoti þegar Keflavík nær loks að svara. En þegar þeir fara að hitta svona þá opnast teigurinn en þeir eru 7 af 14 í þriggja þegar 4.28 lifa af öðrum leikhluta á meðan ekkert fer ofaní hjá Keflavík. Hvorugt lið fær dæmda villu þegar þeir sækja inní teiginn og mikil spenna er inná vellinum. Fyrri hálfleikur endar Grindavík 47 – 35 Keflavík.

Keflvíkingar sem eru með 26% skotnýtingu í fyrri hálfleik verða að finna leiðir til að stoppa Grindavík sem eru að hitta vel eða 47% og eru með mómentið með sér.

Tölfræði fyrri hálfleiks

Grindavík: 47%Fg 25frk. D.Mortensen 15.stig 7frk. Kane 11.stig

Keflavík: 26% 20frk. Halldór 8 stig Jaka 7

Seinni hálfleikur byrjaði eins og fyrri endaði en ekki lengi því Keflavík fór að nýta skotin sín auk þess sem Grindavík sýnir smá værukærð sóknarlega. En það færist hasar og tæknivillurnar fljúga hægri vinstri. Keflavík ná þessu þó ekki niður fyrir 10 stiginn fyrir fjórða leikhlutan. Eftirtektarverð var góð innkoma hjá Arnóri Helgasyni í þessum leikhluta. Grindavík 77- 62 Keflavík fyrir lokaleikhlutann

Allt sem Keflavík gerði vel í síðasta leik gerðu þeir illa í þessum. Grindavík opnaði teiginn með skotum fyrir utan og þá opnuðust flóðgáttir og þessi fjórði leikhluti var sýning af hálfu Grindavíkur sem bættu bara í. Munurinn orðinn 23 stig eftir 3 mínútur af fjórða leikhluta þar sem Kane hafði setið úti með 4 villur og De Asiss farið af kostum á meðan.

Pétur kemur með fjórfalda skiptingu þegar 5 mín lifa af leiknum og í raun og veru hendir inn handklæðinu. Leikurinn endar með gífurlega öruggum 25 stiga sigur Grindavíkur, 96-71.

Atkvæðamestir

Grindavík: J.De Asisse 20 stig 7 frk. D.Kane 19 stig. Mortensen 17 stig (60% þriggja) 10 fráköst maður leiksins.

Keflavík: Brodnik 19 stig lítið að frétta af öðrum.

Kjarninn

Keflavík skoraði flest stigin sín í fyrri hálfleik af vítalínunni en þurfa einhvað að bæta úr því fyrir næsta leik, auk þess sem að þeir þurfa að halda orkustiginu hærra án þess að hleypa sínum leik uppí vitleysu. Þá þurfa þeir að svara varnarleik Grindavíkur betur næst.

Grindavík eru búnir að finna sinn varnarleik og spila hann vel. Þeir mættu einbeittir og hittu vel sem er yfirleitt áskrift að sigri.

Næsti leikur verður í Blue Höllinni sunnudaginn 12 maí.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -