Einn besti leikmaður í heiminum leikmaður Los Angeles Lakers í NBA deildinni Luka Doncic mun leika með Slóveníu á lokamóti EuroBasket 2025. Forseti slóvenska sambandsins Matej Erjavec staðfesti það við vefmiðilinn Sportando.
Slóvenía er í riðli með Íslandi á mótinu og munu liðin mætast í riðlakeppninni í Katowice í Póllandi. Það mun þó ekki vera í fyrsta skipti sem Luka mætir Íslandi, því á síðasta lokamóti sem Ísland lék á í Helsinki í Finnlandi var Luka einnig hluti af slóvenska liðinu, en þá fór hann fyrir liði sem fór alla leið og tryggði sér Evróputitilinn.