Í dag er komið að lokadegi riðlakeppninnar á HM. Enn getur ýmislegt breyst í riðlunum en toppliðin fjögur sem enn hafa ekki tapað leik eru eins og gefur að skilja örugg áfram í keppninni. Þetta verður tólf leikja dagur svo ykkur ætti ekki að vanhaga um körfuboltann þennan daginn. Við minnum á að allir leikirnir eru fáanlegir í beinni útsendingu á netinu og um leið hægt að styrkja KKÍ þegar keypt er áskrift í gegnum þennan tengil.
Leikir dagsins á HM
Ástralía-Angóla
Senegal-Filippseyjar
Finnland-Nýja Sjáland
Brasilía-Egyptaland
Kórea-Mexíkó
Úkraína-Bandaríkin
Íran-Frakkland
Króatía-Púertó Ríkó
Litháen-Slóvenía
Tyrkland-Dóminíska lýðveldið
Serbía-Spánn
Argentína-Grikkland
Mynd/ Bandaríkjamenn eru ósigraðir á HM